föstudagur, nóvember 19, 2004

Skólagjöld

Ég er reið!

Ok það er svo sem voðalega oft sem ég er reið en í þetta sinn ættu allir nemendur sem stunda nám við HÍ, KHÍ og HA að vera reiðir.

Málið er nefnilega að "skólagjöldin" okkar munu hækka allsvakalega um áramótin. Já já ég veit þetta eru víst ekki skólagjöld þetta heita víst innritunargjöld.

Ríkisstjórnin var að minnsta kosti að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að allir ríkisháskólarnir þrír munu núna rukka um heilar 45.000 kr. á ári sem gerir 12.500 kr. hækkun frá því sem nú er.

Það er nógu erfitt og dýrt að vera í námi og ekki fær maður há námslán... Ég skal samþykkja þessa hækkun ef námslán verði þá hækkuð allsvakalega jafnvel að því marki að maður geti lifað af þeim.

Engin ummæli: