sunnudagur, nóvember 07, 2004

Hæbbs

Rólyndishelgi alveg hreint... ok fyrir utan smá hliðarspor á föstudaginn.

Dateið hjá mér og Sigrúnu fór svona líka helvíti vel... Reyndar varð úr heljarinnar djamm. Byrjuðum á ölstofunni í einum bjór og fórum svo að hitta Kötlu og Tinnu á Kúltúr og þar voru teigaðir maaargir Leffe Blonde og allt í einu var maður komin í G&T... obbosí alveg óvart.

En á föstudag tók ég eftir að ég daðra soldið mikið.... en það er líka bara allt í lagi... þá kannski eignast maður kall einhvern daginn.

Stundum verð ég svo reið... vinkona mín er æði! Ef ég væri karlmaður myndi ég reyna við hana. En samt virðast karlmenn vera svo hrikalega leiðinlegir við hana. Hún á þetta svo ekki skilið. Sem sagt hún hefur setið og beðið eftir einum á kaffihúsi tvisvar í vikunni og hann ekki mætt. Fool me once... shame on you... fool me twice shame on me. Æ flestir karlmenn eru fífl eða blindir að sjá ekki hvað þeir hafa.

Í gær tók ég nett ofvirkniskast... var vöknuð fyrir 10 (já fyrir hádegi) þrátt fyrir feiknadjamm kvöldsins áður. Lærði slatta... síðan fórum ég og mamma út að leika, ok fórum að skoða í BYKO (því það er gaman). Síðan var golfhermirinn tekinn með trompi... hvernig stendur á því að ég sló 3 sinnum í röð næstum 200 metra högg en svo þegar allt liðið var mætt að horfa þá vantaði amk 50 metra á hvert högg. ARG! Mamma sá samt flottu höggin. At least I have a witness. En það er samt eitthvað afbrigðilegt við að sjá fólk vera að slá golfkúlu í háhæluðum skóm. Its called CLUELESS GOLF...

Jáhá... í gærkveldi tók ég mig til og færði öll húsgögnin í herberginu mínu... ég verð að viðurkenna ég er með netta strengi núna. Ég er nú samt ekki að fatta hvernig ég fór að því að færa risastóra furufataskápinn minn...alein! IKEA verður tekið með trompi á eftir en ég ætla að fara að fjárfesta í nokkrum hlutum... t.d. ljósum og soleiðis dótarí. Oh það verður svo fínt hjá mér.


Engin ummæli: