þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hæ hæ,
helgin er liðin og enn ein löng vinnuvika tekin við... þessa vikuna fæ ég að vera í vinnunni langt fram á kvöld öll kvöld. Á föstudag a.k.a. flöskudag verður málstofa í skólanum þar sem hópurinn minn mun ræða um verkefnið sem við gerðum um DeCode. Ég verð að viðurkenna ég er nett stressuð fyrir það.

Ótrúlegt hvað fólk getur velt sér upp úr smáatriðum eða jafnvel hlutum sem skipta svo gjörsamlega engu máli. Ég er að vinna með svolítið mikið af þannig fólki. Stundum er mjög erfitt að vera í vinnunni. Það eru fjórir hérna að ræða um vatnsglas sem var á vitlausum stað...og það hefur verið umræðuefnið í næstum hálftíma. Splittar ekki diff fólk!!!!! Gvuð minn almáttugur mætti halda að heimurinn væri að farast.

En helgin var mjög skemmtileg að vanda.... ég sá Bridget Jones Edge of Reason .....snilldarlegasta mynd sem ég hef séð. Svo var annað skemmtilegt brallað. Jæja ég ætla að fara að flýja þetta samtalið um glasið.... later.


Engin ummæli: