Oh svo ljúft að þurfa ekki að mæta fyrr en kl.13 í vinnuna! I love it! Sofa út og slæpast alveg fram á hádegi.... mér finnst það eigi að banna vinnu fyrir hádegi alla daga.
Bloggleysi hefur einkennt síðustu daga. En margt hefur gerst. Á föstudagskveld var ég bara í því að undirbúa árshátíð Dísanna en þegar það var allt klárt fór ég til vinafólks m&p að pikka þau upp og horfa á úrslit ædolsins. Endaði í mjög heitum umræðum um Evrópusambandið fram á nótt...
Vaknaði eldsnemma til að halda áfram að undirbúa árshátíðina miklu enn frekar, já ok taka til! Tóti kokkur mætti um hádegi og byrjaði að undirbúa sig. Kl. 14 þá vorum við Dísir mættar niður í skautahöll og fórum á skauta.....dískóskauta! Hehehe það var alveg massíft enda 10 ár síðan ég fór síðast á skauta. Brunað eftir það að versla fyrir kvöldið og svo heim að ganga frá og leggja á borð og gera sjálfa sig sæta.
Stelpurnar fóru að týnast inn og allar svaka sætar og fínar. Um 20 fengum við alveg geggjaðan mat. Í forrétt var þorskur á tagliatellibeði með einhverri pestósósu.... mmmm bara gott. Svo var kálfakjöt, salat og túrineruð kartafla. Í eftirrétt var fjallagrasabúðingur með ferskum berjum og súkkulaðifrauðsósu.
Skemmtiatriðin heppnuðust massa vel hjá okkur og ég er mjög sátt við það. Svo var SingStar fram eftir nóttu og mikil ölvun einkenndi nokkrar stöllur. Fórum allar í bæinn og að venju þá náttúrulega splittaðist allt upp. Ég endaði á Celtic með Kötlu en svo kom Gyðilíus og Tóti kokkur og einhverjir fleiri.
Ég fór snemma heim að mér skilst miðað við margar aðrar... en ég var komin heim um hálf sjö. Fór að vísu ekki að sofa fyrr en um átta þar sem ég fór að laga til!!!
Sunnudagur var letidagur...dundaði mér við að vaska upp þessi 50 glös og álíka mikið af diskum. Fór svo í afmæli til Birtu beib... maður á alltaf að fara í afmæli þegar maður er þunnur....maður fær svo gott að borða. Um kveldið var tekinn bíó með liðinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli