sunnudagur, mars 27, 2005

fegrunarslys

Það er farið að vora og auðvitað vill maður líta sem best út. Þar sem ég hef litið út eins og næpa núna í nokkra mánuði ákvað ég að gera eitthvað í málinu. Ok ég fer ekki í ljós því það er svo óhollt þannig brúnkukrem er næst besta lausnin. Ég hef reyndar oft notað brúnkukrem, þannig ég veit ekki hvað fór úrskeiðis!

Jæja ég fer í sturtu og exfoliata eins og maður á að gera. Svo hefst aðgerð brúnkumeðferð! Passa mig alveg ofboðslega að gleyma engum svæðum og allt sé voðalega jafnt. Var örugglega í klukkutíma að þessu... nei ok ég ýki aðeins. Náttúrulega í lokin þvoði maður og skrúbbaði hendurnar.

Afraksturinn er ég lít út eins og abstract listaverk með hvíta hanska! Vinstri leggur er með dekkri skelli hér og þar ekki ólíkt dalmatíuhundi... hægri leggur hefur tvær skemmtilegar hvítar rendur. Já já svo er ég með hvít svæði hér og þar. Damm og sem var á leið í Bláa Lónið næstu helgi!

Engin ummæli: