Eins og allir vita þá var Hrebbna á leið til Akureyrar. Eitthvað virðist nú erfitt að komast þangað....ég reyndi sko alveg.
Ævintýrið byrjaði í gærmorgun um 7 (já ég veit algerlega óguðlegur tími) en þá var ég á leið út á Reykjavíkurflugvöll grunlaus um atburðina sem eftir áttu að verða.
Þegar ég er að rita mig inn þá kemur í ljós að bókun mín finnst ekki. Ég náttúrulega ekki sátt og svolítið stressuð því vélin átti að fara 7.45. Eftir mikið vesen fattast að ég var bókuð á vitlausa vél eða sem sagt vélina sem átti að fara 8.45! Þegar klukkið slær 7.45 heyrum "farþegar á leið til Akureyrar því miður verðum við að tilkynna um seinkun vegna veðurs" GREAT just my luck.
Við sitjum öll róleg og bíðum! Loksins um 8.45 er tilkynnt um brottför til Akureyrar á flugnúmeri 122 (við hugsum stupid people flugnúmerið er 112). Við hlaupum spennt að útgönguhliði en neiiiiii þetta var 8.45 vélin!!! 10 mín seinna er loks okkar flug! Veiiiiii!
Komin í loftið og hlakka til að komast í skólann... nei sko þarna er Akureyri....bíddu bíddu hvað er að gerast??? Við erum komin að flugbraut en þá er hætt við lendingu! Neiiiiii! Ok hann er að reyna aftur að lenda.....neiiiiiii við vorum næstum alveg komin.... sem sagt hætt við lendingu aftur. "Þetta er flugstjórinn því miður getum við ekki lent vegna lélegs skyggnis og því munum við halda aftur til Reykjavíkur" WHAT the Fuck????
Komin aftur í höfuðborgina og viðtekur bið og aftur bið. Aftur er tilkynnt um brottför til Akureyrar....víííí loksins kemst ég. Komin í loft...og vúhú þarna er Akureyri. Vélin lækkar flugið og enn og aftur er hætt við lendingu.... "þetta er flugstjórinn, við getum ekki enn lent á Akureyri og því munum við lenda á Sauðaárkróki!" HA?! ég vil ekkert fara þangað!
Kemur í ljós að við verðum að bíða í klukkutíma eftir rútu frá Akureyri síðan átti að taka við tveggja tíma rútuferð til höfuðborgar Norðurlands. Sko það gengur ekki alveg því þegar ég loks kemst á þennan ljóta dreifarastað þá er skólinn búinn og ég hef ekkert að gera á þennan stað.
Svaka stuð í flugstöðinni á Króknum! Bið og bið og já meiri bið! Loksins kemur rútan með farþegana á leið til Rvíkur.... við höldum sæl og glöð út í vél AFTUR! Ekki nógu mörg sæti....damn þannig ein skóla systir mín fær að sitja í cockpittinu. Vá þarna er 101 Rvík aftur! Veiiiii...
Ljúft að vera komin með fast land undir fæturna....og kannski losna ég við hellurnar snemma á næsta ári. En magnað að maður skuli lenda í svona. Ég held að þetta sé eitthvað sem bara ég lendi í.
Já sem sagt ég átti að vera í skólanum á föstudag og pínu lítið á sunnudag en er sem sagt ekki þar og kem ekki til með að fara norður neitt í bráð. Næst keyri ég!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli