sunnudagur, febrúar 13, 2005

LABELLO

Helgin barasta búin.

Föstudagurinn var æði... ok svona til að byrja með var allt voða formal og stirrt. En er leið á kvöldið var svaaaaaka stuð. Byrjaði allt á kokteil og shit hvað manni leið illa þá ofurdressaður og einstaklega sjálfmeðvitaður... þannig við unga pakkið rottuðum okkur saman og héldum okkur þannig allt kvöldið. Loksins var sest til borðs. Ég lenti með mjög skemmtilegu fólki á borði sem betur fer. Eftir langa ræði kom matur, fyrsti réttur og audda vín með.... næsti réttur...meira vín....næsti réttur og meira vín.... og næsti og já you guessed it meira vín. Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður...hikst

Nei ok mitt borð var sem betur fer ekki leiðinlega drukkið eins og mér skilst hafi verið málið á öðrum borðum. En já skemmtiatriðin voru aaalveg huuundleiðinleg nema Jóhannes grínari eða hvað sem hann heitir. Eftir nokkra dansa var ákveðið að halda annað.... Borðfélagar mínir greinilega svo skemmtilegir því fólk vildi ólm fá að halda áfram með okkur. Vér héldum í partý hjá einni samstarfskonu og manni hennar, dönsuðum aðeins þar og héldum næst á Ölstofuna. Þegar á Ölstofuna var komið datt stemmingin eiginlega svolítið niður og fólk fór að týnast heim. Ég var komin með meira en nóg og fór bara heim að lúlla.

Á laugardag vaknaði ég eldsnemma og fór í skólann og svo að vinna. Svaka dugnaður þar á bæ. Ætlaði nú samt að fara eitthvað aðeins út á laugardagskveldið en rúmið mitt ákallaði mig og ég ákvað að dansa við Óla Lokbrá í staðinn.

En kæru borðfélagar LABELLO og takk fyrir frábært kvöld.

Engin ummæli: