Ég komst ekki í vinnuna í gær vegna veikinda... allsherjar slappleiki var orsökin. Fyndið þegar manni líður svona illa þá verður maður eins og smákrakki. Vill bara liggja undir sæng með góðar teiknimyndir í sjónvarpinu og hafa mömmu til að stjana við mann.
En á morgun fer ég til Kóngsins Köben. Gleði gleði gleði. Það eru örugglega 10 ár síðan ég kom síðast til Danmerkur... Þá fór ég frá Noregi til Danmerkur. Ég geri samt ráð fyrir að það muni ekki líða jafn langt milli ferða í framtíðinni... nú þar sem helmingurinn af vinahópnum á heima í Köben og nágrenni.
Ódýr bjór, HM (á útsölu) og Strikið bíða mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli