Halló Kalló Bimbó,
Lítið að frétta héðan nema vinna og þvíumlíkt. Svo verður maður að fara að opna skólabækurnar (kannski er betra að kaupa þær allar fyrst). Maður verður allavega að fara að skipuleggja sig aðeins betur en ég hef gert á síðustu vikum. Fögin sem ég mun leggja stund á að þessu sinni eru Rekstrarstjórnun og Markaðsfræði.
Ég setti nokkrar myndir inn á albúmið ef einhver vill sjá íbúðina sem ég bjó í úti á Flórída. Þetta var skemmtileg íbúð sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að íbúðin mín var eina íbúðin þar sem töluð var enska. Veggirnir voru þynnri en pappakassar og var mjög hljóðbært, sérstaklega þótti mér skemmtilegt að hlusta á salsa tónlist klukkan hálfsjöööö á morgnanna. En ástæða þess sem ég er að setja inn þessar myndir núna heilu ári eftir ég flyt þaðan er vegna þess að Davíð og Ellen búa í lúxusíbúð sem kostar minna en það sem ég borgaði fyrir að búa í ghettóinu. Sjá myndir af þeirra íbúð hér. Þvílíkt ósamræmi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli