Eitt sem hægt er að segja um ferð helgarinnar til Vestfjarða.... ÞAÐ VAR KALT!
Keyrðum af stað á fimmtudag eftir að ég var búin í vinnunni. Vorum komin til Ísafjarðar um kvöldmatarleitið... pabbi taldi sig vera í formúlunni á malarvegunum, fannst þetta svaka stuð sýndist mér. Það var nú sól og sumar á Höfuðborgarsvæðinu og allstaðar á leiðinni... soldið kaldara á Ísafirði.
Á föstudag var vaknað snemma (sumir fyrr en aðrir en tvíburarnir voru komnir á lappir um 6)Tókum saman allt dótaríið sem var nú ekkert smááááá mikið. Fórum svo á bátinn hans Lalla og út á sjó. Stoppuðum í kvínni hans og gáfum þorskunum að borða og síðan var haldið út á mitt djúpið. Svo á miðju djúpinu á lygnum sjó í frábæri veðri var stoppað og snæddir ostar og rauðvín.
Sigldum inn á Flæðareyri og manni varð næstum strax kalt... en þá var farið í að finna stað fyrir tjöldin og gera allt klárt. Þegar allt var komið á sinn stað var snæddur hátíðar kvöldverður. Síðan setið að sumbli fram á nótt... sumir lengur en aðrir. Á laugardag var hið hefðbundna útileigu líf stundað. Reynt að drekka á sig hita um kvöldið með misjöfnum árangri. Hekla var eiginlega eina sem var ekki til í að fara að sofa.
Sunnudagsmorgunn ákvað Hilmir að það væri tímabært að vekja mig og gerði það. Pakkað saman öllu og haldið út í bát. Siglt heim á Ísafjörð... sturta og svo brunað í bæinn. Vorum komin heim um eitt eftir miðnætti. Þreytt eftir helgina... mjög fegin að sjá rúmin okkar.
1 ummæli:
hæ skvis. Voda langt sidan eg hef heyrt i ther. Hvernig væri nu ad skrifa mannni email thegar ther leidist i vinnunni. hehe eg er einhvers stadar i midju jyllandi nuna a sommarkursus. Ved uti a i vødlum og safna pløntum allan daginn. Eydi svo kvøldinu i ad greina thær....og drekka bjor ad sjalfsøgdu. hehehe thad er thad besta, thad ma drekka bjor i fyrirlestrum.
knusipus fra mer
ps. flott nyja lukkid a sidunni
Skrifa ummæli