Alveg einstaklega margt hefur gerst að undanförnu.
Fékk útlendinga í heimsókn sem ég hafði ekki séð í ansi mörg ár.... djö hvað það var nú skemmtilegt. Mikið fyllerí og smá túristaleikur.
Fór í óvissuferð með Dísunum. Geysissafnið skoðað ásamt Geysi og Strokk. Síðan var farið á hestbak (hef ekki gert það í ansi mörg ár) þaðan haldið á Þingvelli og útihátíðarstemmari til staðar. Einstaklega skemmtilegur dagur... sunnudagurinn ekki eins skemmtilegur eins og Dísir urðu vitni að.
Jon hélt til síns heima í vikunni... þannig Hrebbna er farin að tala íslensku á ný.
Magga sem vinnur með mér nauðlenti flugvélinni sinni, varð vitni að manni verða fyrir bíl, og fékk aðrar slæmar fréttir allt á einum degi.
Um helgina verður útihátíð að Óðalssetrinu Búrfelli með hressu fólki. Hlakka alveg einstaklega til að skoppa af stað úr bænum.
Er að spæla í að fara til London og Þýskalands eftir verslunarmannahelgina sko að hitta útlendingana sem voru hér um daginn og svo náttúrulega Hrefnu gellu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli