Að zulua er hefð sem er tekin eftir fyrsta leik oftast (þó margir geri þetta almennt á stórmótum) Þá strippar maður fallega á barnum (rugby strákar eru með mjööööög flotta líkama) og svo hleypur maður hring í kringum staðinn nakinn. Að þessu var barinn á ströndinni þannig þeir hlupu um ströndina naktir við mikinn fögnuð viðstaddra. Sá mjög mikið af þessu í Savannah þegar ég var á móti þar í vetur/vor.
Fyrsta skipti sem maður skorar mark (sem er mjööög erfitt) Þá verður maður að drekka fyrsta bjórinn úr takkaskónum sem maður spilaði í.....Viðbjóður! Síðan drekka allir úr skónum þ.e.a.s. allt liðið.
Sem betur fer er liðið mitt ekki mjög hart á þessum hefðum. Okkar skilyrði við fyrsta mark að þú verður að drekka all slatta um kvöldið. Yfirleitt nokkur staup líka.
Ég hef einnig heyrt að sum lið fyrir norðan láta alla nýliða spila heilan æfingaleik nakið. Úff og ég læt ekki einu sinni sjá mig á bikíni.
Enn einn þáttur í sápuóperu Hrebbnu!
Töluðum við Lex í dag og báðum hana um að fara sem fyrst. Þetta gengi ekki lengur. Að meirihluti íbúa sé hræddur við að koma heim til sín vegna hinna íbúanna virkar engan veginn. Hún fór náttúrulega að öskra og svona og segja að við værum ekkert skárri sambýlingar en samt gat ekki gefið nein rök.
Síðan er ég kom heim af æfingu var hún svaka kammó og fór að reyna að tala við mig og eitthvað spyrja mig af hverju og ég sagði henni öll atriðin sem ég fíla ekki og hún skildi ekki af hverju. OK ég er að læra stíft undir próf og hún fer að öskra á mig út af einhverju sem ég veit ekki einu sinni.... hún skildi ekki af hverju mér fannst það óþægilegt. Svo sagði hún að hún er búin að vera í vondu skapi út af öðru en ekki út af því að búa hér..... ok bíddu bíddu af hverju erum við þá hræddar við hana?
Bara allskonar.... rugl. Ef hún finnur engan stað til að fara á ok þá verður hún hérna í tvær-þrjár vikur í viðbót. Þó ég sé nú engan veginn að meika það. Svo segir hún að hún eigi enga vini lengur.... já veistu út af því að þú ert búin að vera svo hrikalega vond og leiðinleg við ALLA. Samt er hún alltaf með einhverju liði. ÉG er ekki að skilja alveg.
Allavega að öðru.... ég hélt mér hefði gengið alveg ömurlega á tveimur prófum í síðustu viku því ég var drulluveik daginn fyrir og daginn sem ég tók þau... hélt ég hefði ekki lært nóg (heililnn var ekki að fúnkera þá) En það kom bara langt fyrir ofan meðaltal í þeim báðum. Fékk fínar einkunnir. Hrebbna vera sátt!
Jæja ég ætla að fara að læra ööö öllu heldur fara í sturtu fyrst...smá blautt á æfingu.
Ráð Dagsins
ekki kaupa sólgleraugu....því þá hættir ekki að rigna. Ég keypti mér sólgleraugu á laugardag því ég sá ekkert og mínútan sem ég setti þau á mig rigndi og það hefur ekki hætt síðan... nema smá stund þegar ég gleymdi þeim í bílnum. AUDDA!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli