VEi Vei vei
Í gær keyptum við sófa! Þvílíkur munur..... liggja upp í sófa og kúra og horfa á sjónvarpið. Annars tók all verulega á að koma honum hingað. Í fyrsta lagi mættum við 3 stelpur að sækja hann í búðina (thrift stores rokka feitast) og þá var spurt Hvar eru strákarnir.... við náttúrulega ekki alveg sáttar við þessa spurningu, tókum massann á etta og upp í pallbíl vinkonu Val. Ok þetta er ansi stór sófi og ég bý á annarri hæð (engin lyfta). Og það er frekar þröngur stigi og gangur. Jæja við komumst loksins upp stigann og komnar að hurðinni okkar og þá koma nágrannarnir að hjálpa, nokkrir milli tvítugs og þrítugs sem búa í næstu íbúð.... ok ég bara spyr þeir hljóta að hafa heyrt í okkur fyrr. Humpf allavega komumst við loks á leiðarenda.
Eftirköst ég get ekki lyft handleggjunum og mér er massíft illt í bakinu.
Massíft mikið að gera í skólanum.... Um helgina þarf ég að hitta einn hóp í félagsfræði og annan í hagfræði og það á að læra allt það sem við kunnum ekki. Vinnuhópar taka jafnmikinn ef ekki meiri tíma en að fara í sjálfa tímana. En gerir allt auðveldara. Svo í þokkabót nóg að gera í rugbyinu...en ég fór ekki á æfingu í kvöld því ég þarf að læra of mikið.
Jæja ég minni á að það er vel liðið að fá e-mail!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli