Nei hæ, þú hér... vertu velkomin. Vonandi skemmtiru þér vel við lesningu á mínum sálarkreppum og bulli. Mér finnst alltaf gaman að fá að vita að einhver sé að lesa um mína vitleysu þannig endilega skildu eftir skilaboð. Enjoy!
Nei hæ, þú hér... vertu velkomin. Vonandi skemmtiru þér vel við lesningu á mínum sálarkreppum og bulli. Mér finnst alltaf gaman að fá að vita að einhver sé að lesa um mína vitleysu þannig endilega skildu eftir skilaboð. Enjoy!
laugardagur, mars 25, 2006
Svo bjartsýn að það er vitleysa
Einhvern veginn þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ofurbjartsýn. Ég hélt að hitastigið væri álíka og hefur verið undanfarna daga þannig ég skellti mér bara í flíspeysuna og hljóp út. Andskoti hafði ég rangt fyrir mér... það var svo drullukalt að ég hélt ég væri komin á Norðurpólinn. Ég hefði alveg viljað vera í ullarkápunni með húfu, trefil og vettlinga. Á ég virkilega að trúa því að vorið er farið og vetur kominn aftur? snökt snökt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli