Sápuóperan líf mitt er í fullum gangi. Eins og Rannveig tók til orða þá fæ ég drama og fáranleika á við 5 manns. Ég átti mjög svo áhugaverða gesti núna um helgina. Sem sagt fyrrverandi kærasta minn, Jonathan og mömmu hans. Ég er búin að túristast með þau fullt.
Á fimmtudag eftir vinnu fór ég með þeim í bíltúr og sýndi þeim Reykjavík og Bessastaði og fleira sem getur talist áhugavert. Á föstudag voru það Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Kerið og um kvöldið smá djamm. Þó ég hafi aðeins villst um tíma í leit að Geysi þá skipti það engu máli. Á laugardag fórum ég og mamma með þau á Þjóðminjasafnið og Perluna. Í dag fórum við niður á Alþingi og svo Bláa Lónið og svo út á flugvöll.
Eitthvað fannst mér þau samt misskilja góðvild mína og foreldra minna því þau héldu án djóks að ég myndi taka hann aftur. Mamma hans ræddi þetta meira að segja við alla fjölskyldumeðlimi oftar en einu sinni hvort ég gæti ekki fyrirgefið honum og tekið hann aftur, hann minntist meira að segja á það að ég væri alveg einstaklega leiðinleg við sig! Hallóóóó!? En ég segi ykkur eitt ég mun aldrei aftur nokkurn tíma deita kana! En þetta hefur verið frekar erfið helgi og ég er mjög fegin að hún er búin.
En annars var snilld í perlunni...tónlistarmarkaður! Ég keypti Damien Rice og diskinn úr Resevoir Dogs... love it!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli