miðvikudagur, ágúst 04, 2004

pynting

Gvuð ég bara verð að tjá mig um pyntinguna sem ég fór í áðan.

Hrebbna litla ákveður að hún verði nú að vera sæt og fín og ekki með loðnar lappir (svo það sé nú einhver séns að hún nái sér í karlmann einhverntímann) í útlandinu (nota bene Hrebbna er hætt að spá í útlendingum.... alltof mikið vesen). Mæti blásaklaus á stofuna og mér er bent á að sitjast upp í eitthvað skrapatól sem líktist stökkbreyttum tannlæknastól. Jæja eftir nokkrar vangaveltur um hvernig ég skyldi snúa mér tókst mér þetta. Ok byrjar vel voða kósí, undir teppi og svona. Síðan setur hún eitthvað mjög heitt og mjúkt á lappirnar síðan Áááááááááááááááái! Ok fyrri löppin var ekkert svo hrikalega slæm, soldið vont en ekkert öskrandi sársauki. En shit þegar hún byrjaði á hinni hélt ég að þetta væri mitt síðasta. Þegar Katla hefur vaxað mig hefur etta aldrei verið svona hrikalega sárt. En ég má þakka gvuði fyrir að þetta tók snöggt af. Eftir á var einhverju kremi nuddað yfir sárin og send heim til mín. Kvölin að vera kvenmaður!

Engin ummæli: