Hvað á þetta eiginlega að þýða að hafa öll partý alltaf á sama degi? 10. júlí er ekki sniðugur dagur til að halda partý nú þegar hefur mér verið boðið á ca. 5 staði það kvöld, og það er bara 25. júní!
Næstu helgi verð ég fyrir vestan nánar tiltekið á Ísafirði og Flæðareyri. Ég hlakka mjög til. Dalalífsstemmingin í botn.
Kanarnir sem ég hef ekki séð í 16 ár koma 10. júlí og verða til 14. That is going to be very interesting I must say.
Dagsetning er komin á sumarhátíð Dísanna en hún verður 17.-18. júlí. Einhvern veginn grunar mig að skipuleggjendur hátíðarinnar Tinna og Guðrún séu búnar að selja okkur sem ódýrt vinnuafl upp í sveit allavega miðað við lýsingar.
Búrfellsdjamm 23.-25. júlí með Kötlu, Sigrúnu, Sollu, Bylgju, Tinnu og fleirum skemmtilegum stöllum.
Svo eitthvað meira sem stendur í minnisbókinni.
Um helgina hins vegar verð ég að vinna næstum allann tímann. VEI! Vinna sko fyrir fríinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli