Best að koma einhverju frá sér!
Ok komnar núna tvær djammlausar helgar í röð... og helgin þar á undan var ekkert massíf heldur. Hrefna er að breytast í góðu stúlkuna. Fór samt tvisvar út að næra mig með fjölskyldunni.
Vinnan: skemmtileg vinna... verst ég get ekki farið að selja sögurnar til Séð og Heyrt þar sem ég er bundin trúnaði. En ótrúúúlega margir furðufuglar á Íslandi sem hafa ekkert betur við tímann sinn að gera nema ónáða fólkið á Alþingi. En ég er orðin meira stjórnmálalegrisinnaðri en áður. Nú lifi ég náttúrulega í þessu samfélagi og get vel hugsað mér að fara út í eitthvað svona þegar ég er búin að ákveða eftir hvaða braut ég ætla mér. já þetta er ekki fjölskylduvæn vinna því á morgnanna þegar maður mætir veit maður aldrei hvenær maður er búinn...fyrr en á þeirri sekúndu sem maður er búinn. Fundir geta dregist endalaust en svo aðra daga þá bara ganga þeir eins og spretthlaupari.
Foreldrarnir sjást varla þessa dagana en þau eru svo upptkekin með þennan blessaða golfhermi sinn. Ég er nú búin að prófa nokkrum sinnum og fíla þetta alveg svona líka mikið.
Annað sem ég bara verð að tjá mig um... ein óábyrgasta fréttamennska sem ég hef á ævinni minni orðið vitni af er DV upp á síðkastið. Þeim greinilega er alveg sama um allt og alla og hreinlega rústa mannorði manna án þess svo mikið að pæla meira í hlutunum. Ég skil ekki hvernig fólk sem þarna vinnur getur sofið á nóttunni vitandi að sumt sem þeir birta eru klárlega lygar og uppspuni þeirra eða annarra biturra manna í samfélaginu. Ég hvet alla að styrkja ekki þessar lygar með kaupum á auglýsingum né kaupum á blaðinu sjálfu. DV er orðið eins og national enquirer í Bandaríkjunum sem iðullega birtir fréttir um tvíhöfða snjóskrímsli og annan skáldskap sem þá dettur í hug. Þetta blað höfðar til þeirra sem eru fávísir og fáfróðir og trúa öllu líkt og DV gerir nú. Fólk sem hefur ekki hæfileika til að greina á milli skáldskapar og raunveruleika.
PISSES ME OFF!!!
Gleðifréttir:Útborgunardagur í vikunni!! Sá fyrsti af vonandi mörgum. Fer líklega á nett eyðslufyllerí.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli