Jæja komin heim úr sveitinni
Þá er maður komin frá Ísafirði. Það var svaka stuð og ég svaka vinsæl meðal fólks á aldrinum 2 ára til 5 ára. Hegna koma leika núna!!! Hjá Birnu fékk maður þvílíkar kræsingar og ég get ekki sagt að það hafi verið hægt að léttast heima hjá henni. MMMM góður matur. Amma var hress og næstum til í flutninginn í höfuðborgina. Hekla er þvílíka pæjan, svaka stuð að hafa mig þarna til að greiða henni og leika við hana. Ég held ég hafi rétt sloppið við að vera veðurteppt þarna. Set inn myndir frá ferðinni þegar ég nenni.
Annars er ég búin að vera svaka löt að fara út að leika við krakkana. Finnst voðalega þægilegt að vera heima og horfa á imbann og leika í tölvunni. En um helgina meðan ég var í sveitinni missti ég af ansi mörgum teitum og einu stykki sumarbústaðaferð.... æ vá ég var bara fegin því þá þurfti ég ekkert að hanga í neinni þynnku.
Merki um að ég er orðin aðeins eldri.... ég nenni ekki að djamma því ég nenni ekki að vera þunn. En maður fær sér örugglega eitthvað í glas um helgina. Villibráðarkvöld Íslenskra Matvæla er á laugardag hérna heima hjá okkur.... búið að vera árlega í fimm ár. Ef einhver vill koma út að leika við mig þá má alltaf bjalla í mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli