Ok þetta fer allt að koma! Úff svo fann ég alla ópal pakkana sem ég er búin að spara. Sko var ekkert að tíma að borða það. þannig nú á ég 5 pakka af rauðum sykurlausum risaópal, 2 pakka litla bláa og einn risa tópas.
Svo er málið að klára það sem er í ískápnum og öllum skápunum, keypti sko alveg nett mikið af 3 mínútna núðlum á sínum tíma, þannig nú hefur það breyst í uppsprettu næringar minnar.
Er enn að henda.... en þetta er allt að koma. Ég held þetta sé mjög sniðugt að gera einu sinni á ári.... bara flytja þá losar maður sig við allann óþarfa.
En djöfull er skrítið að vera ekki að byrja í skólanum. Keyri sko Jon á morgnanna í skólann og sé allt fólkið morgunfúlt með gígantískar töskur á bakinu.... Allir að tala um bókakaup og slíkt. En neii Hrebbna ætlar að fara í frí. Ég er nú bara fegin. Ef einhver veit um vinnu handa mér endilega láta mig vita.
Jæja komin tími í að halda áfram. Tölvan fer líklega í kvöld þannig þetta er síðasti pistill (með íslenskum stöfum) í bili.
Sé ykkur hress og kát á mánudag!!!
Og hafi?i ?a?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli